Volvo Amazon átti eitt sinn hlutverk í Lögreglunni víða um land. Til eru nokkrar myndir í eigu Lögreglunnar sem gaman er að sjá. Árgerðirnar á bílunum er ekki vitað en þær finnast ekki í ökutækjaskrá sem er á netinu. Neðst má svo sjá myndband þar sem Volvo Amazon fer um landið á árunum 1968-70.
- Á fyrstu myndinni má sjá Arnþór Ingólfsson úr Lögreglunni í Reykjavík á Volvo Amazon (R-9061), ártal ekki vitað, mynd úr hans safni.
- Á annarri myndinni má sjá Volvo Amazon við Mývatnsöræfi, mynd frá 1968 úr safni Þóris Steingrímssonar.
- Á síðustu myndinni Volvo Amazon(R-9786), árgerð óvituð en mynd úr safni Arnþórs Ingólfssonar.
Myndband frá Lögreglunni (Þórir Steingrímsson tók saman), þar sem Volvo Amazon gegnir miklu hlutverki á landsbyggðinni.