Volvo C304 og C303

Þessir eðal fornbílar sáust í Hafnarfirði, en þetta eru víst bílarnir Volvo C304 og Volvo C303 samkvæmt bifreiðaskráningu. Volvo C303 sem er 4×4 bíll er 40 ára gamall, kom á götuna 1975 og er 2325 kg. Hann er einnig kallaður Tgb 11.

Volvo C304 er 6×6 og er aðeins yngri, eða skráður árið 1977 og er 2745 kg. Hann gengur einnig undir nafninu C03 6×6-1-V og Tgb 13. Bílarnir voru framleiddir frá árinu 1974-1984. Þeir sem þekkja svona bíla lýsa þeim sem þungum í stýri, hægfara og háværa bíla sem eyða miklu bensíni.

11737852_10153129495910857_2729930266828652717_n 11701169_10153129496115857_1983455531008296621_n  11755875_10153129495975857_118757708714733671_n
Myndir: Gunnar A. Birgisson./facebook.com

Comments are closed.