Volvo Concept Coupe verður að Polestar 1

Allir Volvo bílar sem hafa verið framleiddir eiga uppruna sinn í hugmyndabílum. Árið 2013 var kynnt til sögunnar Volvo Concept Coupe, fyrsti af þremur hugmyndabílum af nýju kynslóðinni hjá Volvo. Hinir tveir eru Concept Estate og Concept XC. Yfirhönnuður hjá Volvo á þeim tíma hinn þýski Thomas Ingenlath (byrjaði hjá Volvo árið 2012) teiknaði Concept Coupe. Hann sagði að hugmyndabíllinn væri framtíðar draumabíll sem sýndi sem flesta möguleika sem gæti sést í nýja XC90 bílnum. Hönnunin á Concept Coupe speglar vel goðsagnar bílnum Volvo P1800. Útlitið er nýtt en varðveitir mjög vel 85 ára arfleið Volvo.

Í Concept Coupe er margt sem kemur í nýja XC90 sem var frumsýndur 2015. Þarna má sjá t.d. hið vel þekkta Þórshamars framljós, framendi og innréttingar eru alls ekki ólíkt því sem koma í XC90.  Concept Coupe var og er að margra mati frábær hönnun og draumur margra að hann yrði framleiddur og seldur. En Það var áhætta sem Volvo vildi ekki alveg fara af stað með. Það var alveg ljóst að það yrðu ekki margir bílar framleiddir og að þeir yrðu mjög dýrir.

En það má segja að draumurinn varð samt að veruleika. Árið 2017 var það tilkynnt að búið væri að stofna nýtt sjálfstætt bílamerki, Polestar. Stofnað af Volvo og Geely og forstjórinn varð engin annar en Thomas Ingelath. Sagan segir að hugmyndin hafi þróast þar sem Thomas Ingenlath mætti til vinnu á morgnana hjá Volvo höfuðstöðvum Torslanda og Concpet Coupe bíllinn var það fyrsta sem hann sá. Í stuttu máli varð úr þessi hugmynd að framleiða engöngu premium rafmagnsbíl undir nýju merki og að Concept Coupe yrði fyrirmynd á fyrsta bílnum. Thomas Ingenlath endurhannaði bílinn og fékk heitið Polestar 1.

Polestar 1 er tengitvinnbíll. Bensínvél er 4 cyl 2.0 litra og 328 hestöfl með 370 Nm tog. Tveir rafmótorar, eitt í hvert hjól og með rafmóturum bætist við 280 hestöfl og 630 Nm. Samtals 608 hestöfl og 1.000 Nm tog. Rafgeymir er 34 kWst og drægni á rafmagni er 125 km sem er með því mesta í heimi á þeim tíma af tvinnbílum. Polestar 1 GT var framleiddur 1.500 eintökum á árunum 2019 – 2022. Þá voru 25 síðustu eintökin framleidd í sér útgáfu og í matt gull lit.

Brimborg, umboðsaðili Polestar á Íslandi náði að tryggja sér eitt eintak frá Hollandi í Osmium Matte lit, ekinn 9.000 km og í toppstandi. Þessi glæslilega tveggja dyra GT bíll er svo sannarlega vel heppnuð hönnun og unun að horfa á.  Ekki skemmir að við fáum tækifæri að sjá þetta eintak með eigin augum hér á Íslandi.

Volvo Concept Coupe

Volvo Concept Coupe

Volvo Concept Coupe

Volvo Concept Coupe

Volvo Concept Coupe

 

Volvo Concept XC Coupé

Volvo Concept Estate

Thomas Ingenlath Volvo Concept Coupé

Polestar 1

Polestar 1

Polestar 1

Polestar 1

Polestar 1 í Golden Matte. Framleiddur í 25 eintökum

Comments are closed.