Volvo EX30 frumsýndur á Íslandi og fyrsta eintakið afhent

Volvo EX30 var frumsýndur hjá Brimborg um helgina. Umboðið kallar bílinn rafmagnssportjeppan en bíllinn er glæsilegur að sjá og nettur. Á laugardaginn var hægt að líta við hjá Brimborg í kaffi og reynslukeyra bílnum.

Á föstudaginn sl. var svo fyrsti Volvo EX30 afhentur hjá Brimborg, en það voru hjónin Páll Árni Jónsson og Ásdís Björgvinsdóttir sem tóku við honum.

Upplýsingar:

– Drægni á rafmagni: Allt að 476 km
– Áætlaður hraðhleðslutími (DC) 26 mín (10–80%)
– Áætluð orkunotkun (á hverja 100 km) 17 kWh
– Hröðun í 100 km/klst 3.6 sek (0–100 km/klst.)
– Google Maps og Google Play
– Fáanlegur fjórhjóladrifinn

Nánari upplýsingar um bílinn eru hér.

Volvoklúbbur Íslands tók myndirnar í lok desember þegar bílinn var nýlega kominn til sýningar.

Comments are closed.