Það voru rúmlega 30 félagar í Volvoklúbbi Íslands sem hittust á 1. árs afmæli klúbbsins síðastliðinn fimmtudag. Vegleg kaka með merki klúbbsins, volvovöfflur og fleira var í boði fyrir gesti. Skemmtileg fræðslumynd um sögu Volvo var sýnd á tjaldi. Þökkum þeim sem mættu kærlega fyrir komuna, og Brimborg fyrir að lána salinn.