Volvo grill á fimmtudaginn á nýjum stað

Þá er loksins komið að Volvo grill viðburði fyrir félagsmenn. Þessi viðburður hefur fallið niður síðustu ár vegna samkomutakmarkanna og veðurs.

Við ætlum að bjóða félögum okkar í grill, fimmtudaginn 6. júlí kl. 18:30, við nýtt grillsvæði í Laugardalnum í Reykjavík. Svæðið er fyrir aftan Þróttaravöllinn og er best að leggja við Laugardalshöllina og fara göngustíginn aftan við knattspyrnuvöll Þróttar. Stefnum á að kveikja í grillinu kl. 18:00. Þarna er grasblettur fyrir þá sem vilja nýta hann í leik og stutt í salernið á tjaldsvæðinu í Laugardalnum.

Veðurspáin er fín og er skýli yfir grillsvæðinu og bekkir.

Endilega skráið við ykkur á facebook viðburði eða sendið okkur skeyti.

Leggja hér.

Ganga niður stíginn

Grillstaður.

Comments are closed.