Volvo heimsfrumsýnir tvær öryggisnýjungar í nýja Volvo XC90

Fréttatilkynning frá Brimborg:

Í hnotskurn:

  • Fyrsta sjálfvirka bremsan ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt
  • Fyrsta öryggiskerfið sem veitir sérstaka vörn ef útafakstur á sér stað
  • Fullkomnasti öryggis-staðalbúnaður á markaðnum
  • Fylgir næsta bíl sjálfkrafa eftir í hægri umferð
  • Fimm sinnum meira hástyrktarstál (boron steel) en í fyrstu kynslóð XC90

Volvo XC90, sem verður frumsýndur í Stokkhólmi þann 27. ágúst, mun búa yfir fullkomnasta öryggis-staðalbúnaðinum sem er í boði á bílamarkaðnum. Þessi nýi öryggisbúnaður færir fyrirtækið skrefi nær markmiði sínu um að frá 2020 muni enginn slasast alvarlega eða láta lífið í nýjum Volvo.

Öryggis-staðalbúnaður í nýja sjö sæta Volvo XC90 inniheldur tvær nýjungar sem aldrei hafa verið í boði áður: Annars vegar búnaður sem er vörn við útafakstur og hins vegar sjálfvirk bremsa ef keyrt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Þessar tækninýjungar sem Volvo heimsfrumsýnir nú, gera Volvo XC90 að einum öruggasta bíl heims.

„Útgangspunkturinn okkar í þróun á öryggisbúnaði er sá sami og fyrir 87 árum síðan: raunaðstæður“ segir Dr. Peter Mertes, aðstoðarforstjóri rannsókna- og þróunardeildar Volvo. „Við rýnum í skýrslur og lesum úr tölum. Við förum nýjar leiðir. Niðurstaðan er einn öruggasti bíll heims.“

Volvo heimsfrumsýnir vörn við útafakstur

Útafakstur er algeng tegund slyss sökum til að mynda þreytu ökumanns, truflun á einbeitingu ökumanns eða vegna erfiðra veðuraðstæðna. Helmingur allra umferða-banaslysa í Bandaríkjunum má rekja til útafaksturs. Í Svíþjóð má rekja þriðjung banaslysa í umferðinni til útafaksturs.

Þessi tölfræði er sláandi. Volvo ákvað því að þróa búnað sem verndar ökumann og farþega ef útafakstur á sér stað. Þess má geta að enginn prófunaraðili kannar getu bíla til að vernda ökumann og farþega við slíkar aðstæður.

„Skuldbinding Volvo við að framleiða örugga bíla snýst ekki um að standast ákveðið próf eða ná ákveðnu sæti“ segir Lotta Jakobsson, öryggis-sérfræðingur Volvo Cars Safety Centre. „Skuldbinding okkar felur í sér að finna út hvernig og af hverju slys og meiðsli eiga sér stað og í framhaldi þróa tækni til að koma í veg fyrir þau. Volvo leiðir þessa þróun og markaðurinn fylgir.“

Ef útafakstur á sér stað nemur Volvo XC90 aðstæður og við það virkjast búnaður sem kallast Safe Positioning. Búnaðurinn strekkir betur á öryggisbeltum svo að ökumaður og farþegar haldast í sömu stöðu. Hert er á öryggisbeltunum svo lengi sem bíllinn er á hreyfingu.

Til að koma í veg fyrir hryggmeiðsli virkjast einnig búnaður í sætunum sem minnkar högg sem getur átt sér stað þegar bíll lendir út af vegi. Þessi búnaður er fær um að minnka kraft lóðrétts höggs sem ökumaður eða farþegar verða fyrir um einn þriðjung. Hryggmeiðsli eru oft alvarleg og tiltölulega tíðar afleiðingar útafaksturs.

XC90 býr einnig yfir staðal-öryggisbúnaði sem hjálpar ökumanni að koma í veg fyrir útafakstur. Til að mynda veglínuskynjara (e. Lane Keeping Aid) og ökumannsviðvörun (e. Driver Alert) sem fækkar slysum af völdum ökumanna sem sofna undir stýri.

Volvo heimsfrumsýnir einnig sjálfvirka bremsu ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt

Volvo XC90 er fyrsti bíllinn í heiminum sem býr yfir sjálfvirkri bremsu ef ökumaður beygir í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt. Slíkar aðstæður geta til dæmis átt sér stað á gatnamótum eða á fjölförnum umferðargötum þar sem hraðinn er meiri. Nýi Volvo XC90 nemur mögulegan árekstur og hemlar sjálfkrafa. Með því að draga úr hraða bílsins minnka líkurnar á alvarlegum árekstri eða komið er alfarið í veg fyrir árekstur.

„Báðar þessar tækninýjungar sem er kynntar nú í fyrsta sinn í nýja Volvo XC90 eru til marks um hvernig tækniþróun Volvo tekur mið af raunaðstæðum. Þessi framþróun færir okkur skrefi nær markmiði okkar um að frá 2020 muni enginn láta lífið eða slasast alvarlega í nýjum Volvo.“ segir Lotta Jakobsson.

Fjölbreytt úrval öryggisbúnaðar í nýja Volvo XC90

Eins og áður sagði verður Volvo XC90 með besta öryggis-staðabúnaðinum á markaðnum. Hér fyrir neðan er stiklað á stóru um ýmsan öryggisbúnað sem verður í nýja XC90.

Aftanákeyrsluvörn

Aftan á nýja Volvo XC90 eru nemar sem skynja ef aftanákeyrsla er við að eiga sér stað. Við slíkar aðstæður festast öryggisbeltin þannig að ökumaður og farþegar haldist í sömu stöðu. Afturljósin blikka jafnframt til að vara ökumann bílsins fyrir aftan við mögulegum árekstri. Ef aftanákeyrsla á sér stað þá virkjast bremsur eftir höggið til að minnka kraftinn (þ.e. að bíll kastist fram) eins og kostur er.

Þessi búnaður ásamt nýrri hönnun á sætum sem búa yfir nýrri kynslóð bakhnykksvarnar Volvo (e. Whiplash Protection System) mynda öfluga vörn gegn bakhnykksáverkum, líkt og hálstognun og alvarlegri áverkum.

Byltingarkennd veltuvörn

Nýjasta kynslóð veltuvarnar er staðalbúnaður í nýja Volvo XC90. Kerfið notar nema til að reikna út líkurnar á að bíllinn velti. Ef líkurnar eru miklar þá takmarkar kerfið vélarafl og virkjar hemlun á einu eða fleiri dekkjum til að sporna við mögulegri bílveltu.

Ef bílvelta er óhjákvæmileg eru rúðuloftpúðar (e. Inflatable Curtains) virkjaðir. Þeir eru staðsettir ofan við rúðurnar og blásast út niður að neðri brúnum rúðanna. Púðarnir ná yfir allar þrjár sætaraðirnar og haldast útblásnir í töluverðan tíma til að koma í veg fyrir höfuðmeiðsli.

Öll sjö sætin í nýja XC90 eru búin öryggisbelta-forstrekkjara sem einnig virkjast við bílveltu.

Borgaröryggi er heiti yfir allar sjálfvirkar bremsur Volvo

Borgaröryggi, sem er staðalbúnaður í Volvo XC90, mun verða regnhlífarheiti yfir allar sjálfvirkar bremsur Volvo. Tilgangur þessa árekstra-öryggiskerfis er að aðstoða ökumenn í aðstæðum þar sem eru miklar líkur á árekstri við ökutæki, gangandi vegfaranda eða hjólreiðamann. Kerfið aðstoðar ökumann með því að gefa frá sér viðvaranir. Ef árekstur er yfirvofandi og ökumaður bregst ekki við aðsteðjandi hættu virkjar kerfið hemlun.

„Borgaröryggi er eitt þróaðasta árekstra-öryggiskerfið sem er í boði í nútímabílum. Það nemur önnur ökutæki, gangandi vegfarendur og hjólreiðafólk bæði dag og nótt“ útskýrir Lotta Jakobsson. „Við getum nú numið umferð myrkranna á milli þökk sé hárnákvæmum myndavélum með háþróuðum nemum.“

Volvo XC90 les umferðaskilti

Nýi Volvo XC90 er fyrsti bíllinn sem er með Umferðaskiltanema (e. Road Sign Information technology) sem staðalbúnað. Búnaðurinn hefur verið þróaður frekar þannig nú getur hann lesið fleiri umferðaskilti en áður. Búnaðurinn miðlar upplýsingum til ökumanns í gegnum snertiskjá í mælaborði bílsins.

BLIS kerfið fylgist með „blinda punktinum“

BLIS öryggiskerfið styðst við innbyggðar myndavélar í báðum hliðarspeglum og sé ökutæki nær bílnum en sem nemur níu og hálfum metra fyrir aftan eða framan og innan þriggja metra til hliðanna gerir kerfið ökumanni viðvart með gulu viðvörunarljósi í innanverðum gluggapóstinum. Kerfið skynjar bæði bíla og mótorhjól og myrkur hefur ekki áhrif. Volvo var fyrsti bílaframleiðandinn til að bjóða uppá þessa hátæknilausn, sem dregur úr líkum á árekstri vegna þess svokallaða „blinda punkts“ til hliðar við bílinn.

Aðstoð í hægri umferð

Þegar nýi Volvo XC90 er í hægri umferð er hægt að virkja búnað sem kallast Queue Assist. Volvo XC90 fylgir þá næsta bíl eftir sjálfkrafa. Aksturinn verður því öruggur og þægilegur. Hröðun, hemlun og stýring er sjálfvirk.

Fimm sinnum meira hástyrktarstál

Ytri byrði bílsins er gert úr sérstöku hástyrktarstáli (e. Boron steel) sem er sterkasta stálið sem fyrirfinnst. Fimm sinnum meira hástyrktarstál er í nýja Volvo XC90 en fyrstu kynslóð XC90 og þyngd þess er um 40% af heildarþyngd nýja Volvo XC90.

Áhugaverðir Volvo XC90 tenglar

 

Comments are closed.