Volvo hópakstur til Hvolsvallar

Árlegur rúntur Volvoklúbbs Íslands og einn af þeim viðburðum sem hefur verið haldinn á hverju ári frá stofnun klúbbsins. Eins og fyrri ár verður lagt af stað laugardaginn 11. júní klukkan 11:00 frá Shell stöðinni við Vesturlandsveg í Reykjavík. Leiðin liggur síðan yfir Hellisheiði og tökum við stutt stopp fyrir aftan KFC/N1 á Selfossi. Hópurinn ekur síðan áfram austur og kíkjum við í kaffi til Þórs í Kaffi Eldstó.
Restin af ferðinni hefur svo verið látin ráðast á Hvolsvelli og fer eftir áhuga þeirra sem mæta, veðri og vindum.
Ekki er gerð krafa um að vera meðlimur í Volvoklúbb Íslands til að taka þátt í þessum viðburði og hvetjum við alla áhugamenn um Volvo að mæta.
Skráning á viðburðinn er á facebook.

Hvolsvallarrúntur á Eldstó 2016

Comments are closed.