Áhugi á Volvo Laplander er töluverður á Íslandi og eiga bílarnir hér langa sögu. Þeir sem vel þekkja til telja að ekki fleiri en 7 bílar séu ökuhæfir á Íslandi af Laplander kynslóðinni. Mun fleiri eru þó til en óökuhæfir. Hér verður stiklað á stóru í þeirri sögu og upplýsingum sem hægt er að nálgast á netinu.
Til er Facebook hópur undir nafninu Volvo Laplander á Íslandi, og er þar að finna töluvert af ljósmyndum frá síðustu árum af Volvo Laplander á Íslandi.
Ljósmyndir með fréttinni koma þaðan.
Einn virkasti áhugamaður Laplander á Íslandi er hann Einar nokkur, en hann á 8 bíla, einn mjög heilan, nokkra gangfæra og aðra varahlutabíla. Hann hefur keyrt þvert um landið til að sækja þessa gripi á undanförnum árum og er ófeiminn við að gera mönnum tilboð sjái hann Laplander á einhverri lóð í sveit.
Sagan:
Alls voru skráðir 262 Volvo C202 Laplander á Íslandi samkvæmt þeim upplýsingum sem liggja fyrir.
Til að reyna að halda framleiðslukostnaði í skefjum var Volvo C202 framleiddur af ungversku fyrirtæki, Csepel. En jafnvel með lægra verð, reyndist það ekki nóg og framleiðsla stöðvaðist aðeins fimm árum síðar með aðeins 3.222 bíla framleidda. Á Íslandi þá voru ýmis fyrirtæki sem nýttu sér þessa ódýru bíla og hentuðu vel aðstæðum hér á landi. Víða fóru þessir bílar til björgunarsveita, meðal annars til Vestmannaeyja, Ísafjarðar og í Húnavatnssýslur. Voru meðal annars í hlutverki sjúkraflutninga.
Forveri C202 var Volvo L3314, og á hann sér einnig sögu á Íslandi. Elstu heimildirnar í blöðum gefa til kynna að árið 1963 hafi Gunnar Ásgeirsson HF, Suðurlandsbraut 16, söluaðili Volvo á Íslandi á þeim tíma auglýst þessa bíla. Volvo L3314 var fyrst og fremst keyptir til hernaðar í löndum eins og Svíþjóð, Noreg, Holland og jafnvel Sádi-Arabíu. Alls voru framleiddir 7737 bílar og komu nokkrir slíkir til Íslands. L3314 var framleiddur í Lundby í Svíþjóð.
Volvo framleiddi nokkra tilrauna bíla af gerðinni L2304 árið 1959 með 1,6 lítra B16 vélinni, breyttist í L3314 sem Svíar kölluðu “Valp” eða hvolpur, en hér á Íslandi kom nafnið Lappi og Lapplander með tveimur péum. Í L3314 bílnum kom 1,6 lítra vél og B18 vélin. Þessir bílar voru framleiddir til ársins 1967.
Stærri bíll var kynntur árið 1974 þegar C303 kom til sögunnar. Nokkrir slíkir bílar hafa sést hér á landi. Sá bíll var með 3 lítra, 6 sílandera B30 vél. Sá bíll var einnig mest settur í hernað á Norðurlöndunum, Baltnesku löndunum og Malasíu.
Árið 1977 kom svo sá Lapplander sem við þekkjum vel hérna á Íslandi og var framleiddur í 5 ár. Hann var með 2 lítra B20 vél og var skráður 82 hestöfl.