Volvo með sína fyrstu þriggja strokka vél

Volvo hefur kynnt til sögunnar þriggja strokka vél í nýja XC40. Þetta er í fyrsta skipti í 91 árs sögu Volvo fólksbílaframleiðandans að það sé notuð þriggja strokka vél, eða eins og Volvo kallar hana, Three cylinder Drive-E powertrain.

Um er að ræða 1.5 lítra bensínvél með beinni innspýtingu. Vélin er hönnuð út frá 4 strokka Drive-E powertrain vélinni.

Bíllinn mun hafa sex þrepa sjálfskiptingu, en á næsta ári verður möguleiki á að panta hann með 8 þrepa sjálfskiptingu.

Lesa má alla fréttina á ensku á vef Volvocars.com.

Nýja þriggja strokka vélin frá Volvo.

Comments are closed.