Volvo er með í þróun nýjan skynjara til að skynja ef kengúra stekkur í veg fyrir bílinn eða í hliðina á honum. Þetta er í fyrsta sinn sem Volvo Cars prófar öryggisbúnað fyrir kengúrur í Ástralíu. Eitt algengasta umferðarslys í Ástralíu er tengt kengúrum. Tæknilið frá Volvo ferðaðist til Ástralíu til að taka upp og læra hvernig kengúrur hegða sér. Gögnin verða svo notuð til að þróa öryggisárekstrarbúnað í Volvo bíla.