Volvo PV444 er 70 ára

Þann 1. september varð Volvo PV444 70 ára en sá bíll markaði visst upphaf hjá Volvo eftir seinni heimstyrjöldina. Bíllinn var frumsýndur í Konunglegu Tennishöllinni í Stokkhólmi ásamt Volvo PV60. Sýningin stóð í 10 daga og komu tæplega 150 þúsund gestir til að sjá bílinn. Á þeim tíma voru þeir kallaðir “Volvo friðardúfur” en Volvo PV444 var fyrsti bíllinn sem Volvo framleiddi eftir stríðið. Á þessari sýningu fengu gestir að sjá tilraunaútgáfu af Volvo PV444 sem var ógangfær. Í um 2 ár hafði verið unnið að hönnun bílsins en um 40 hönnuðir unnu að verkinu. Í kringum sýninguna og skömmu eftir voru pantaðir 2300 bílar en á næstu árum voru hannaðir fleiri tilraunabílar áður en fyrsta útgáfan af PV444 var framleidd og afhent 3. febrúar 1947, eða þremur árum síðar. Árið 1955 var bíllinn seldur á Bandaríkjamarkað sem var miklvægt í sögu Volvo.

Vélin var 4 sílandera, 1.4 lítra og var fyrsta útgáfan 40 hestöfl. Í upphafi átti aðeins að framleiða 8000 bíla en bílarnir voru framleiddir til ársins 1958 og voru næstum 200.000 bílar framleiddir. Nánari tækniupplýsingar hér á síðunni.


Comments are closed.