Volvo PV544 spyrnubíll á Íslandi

Það er ekki oft sem það sést í Volvo á kvartmílubraut. En hér á Íslandi er til einn af eldri gerðinni, Volvo PV544 árgerð 1963. Eðlilega þá er ekkert upprunalegt af undirvagni. En yfirbygging er upprunaleg. Það er alveg óhætt að segja að það fer þessum PV544 mjög vel að vera í spyrnu og er nokkuð sexý.

Þessi Volvo PV 544 er 1963 módel en fluttur inn til Íslands árið 2005 frá Bandaríkjunum. Bíllinn er upprunalegur að mörgu leyti. En búið er að breyta gólfi fyrir aftan sæti til að koma fyrir fjöðrun og stærri dekkjum. Gólf og hvalbakur er upprunalegt. Framhjólabúnaður er frá Ford Mustang II og er því bíllinn aðeins sporvíðari en upprunalegur að framan. Allt gler er upprunalegt ásamt boddýi,aðeins framstæðan er úr plasti. Allur búnaður er í bílnum sem þarf til að standast skoðun á Íslandi. Vél,skipting og hásing er frá GM. Mesta hröðun á bílnum frá 0-100 km/klst er 1.3 sec og fór hann þá keppnisvegalengdina sem er 201m á 5.64 sec á  200 Km/klst endahraða. Eigandi er Finnbjörn Kristjánsson.

Eigandinn átti aðra kryppu sem skemmdist árið 2004. Þá kaupir eigandinn þennan frá bíl en færir mælaborð,rafkerfi og þann búnað er þarf til að gera bílinn löglegan hér á landi ásamt krami þ.e. vél,skiptingu og drif á milli bílana.
Bíllinn er götulöglegur og er stundum tekinn á honum rúntur en hann er betri spyrnubíll en götubíll samkvæmt eiganda. Vélin í bílnum er rétt um 700 hestöfl svo er aflaukinn 300 hestöfl.
Engin lýsing til

Comments are closed.