Volvo S60 Polestar til sölu

Einn öflugasti Volvo landsins bíðst nú á frábærum kjörum hjá Brimborg, þar er hægt að setja hvaða bíl sem er á 750.000 kr. uppí bílinn, það eina sem þarf er að bíllinn uppí sé á númerum, skoðaður og ökufær.

Volvo S60 Polestar, Fjórhjóladrifinn 367 hestafla sjálfskiptur bensínbíll. Glæsilegur og einstakur bíll.

Hann er búinn Borg Warner fjórhjóladrifi, 2,0 lítra vél með túrbínu og supercharger. Hröðun 0-100 km er 4,7 sekúndur, 0-200 er 17,2 sekúndur. „Launch Control“ stilling fyrir upptak. Öhlins demparar og demparastífur úr Carbon. Stífari fjöðrun. 20“ Polestar álfelgur úr sérstökum léttmálmi. Dekk 245/35ZR20. Brembo diskahemlar að framan og aftan. Sportstýri með flipaskiptingu, Sportgírstöng, rafdrifin Nubuck sportsæti með Polestar merki. Polestar spolerakitt allan hringinn. Carbon miðjustokkur. Dökkar rúður. Sensus Connect Premium hljómkerfi + DVD og 12 hátalarar. TFT diggital sportmælaborð. Blis myndavél fyrir hliðarumferð. Leiðsögukerfi með Íslandskorti. Nálægðarskynjarar framan og aftan. Bakkmyndavél. Lyklalaust aðgengi. Þjófavörn. Árekstrarvari með fjarlægðarstillanlegum hraðastilli. Veglínuskynjari.

Bílinn er skoðaður til 2022 og ný búin í þjónustuskoðun. Honum fylgja notuð vetrardekk og ný sumardekk. Sendu fyrirspurn á söluráðgjafa Brimborgar hér: https://bit.ly/3lpwtO4

Hér er svo linkur á bílinn.

 

Comments are closed.