Volvo S60 Polestar V8 Supercar

392x262x25880_bae13145_jpg_pagespeed_ic_SRH7k6xrL5

Núna um helgina hefst þriðja keppnin í Ástralska V8 Supercar keppnisröðinni. Hún byrjaði reyndar í nótt á íslenskum tíma með æfingum. Í þetta sinn er hún í Tasmaniu, keppnisbraut – Symmons Plains. Það gleymdist alveg að flytja fréttir af því þegar  Scott McLaughlin, einn af ökumönnum Volvo S60 Polestar V8, sigraði fyrir tveim vikum á F1 brautinni í Melbourne. Fyrir áhugasama er hægt að sjá úrslitin hér . En núna ætlum við ekki að missa af þessari helgi. Hver veit nema að Scott nái að fylgja eftir sigurgöngu sinni.  Valvoline Racing GRM með ökumennina Scott McLaughlin og  Robert Dahlgren sem aka að sjálfsögðu Volvo S60 Polstar V8 hefur vakið mikla athygli í þessari keppni og við ætlum að reyna að fylgja eftir hvernig þeim vegnar. V8 Supercars keppnin er öðruvísi heldur en t.d. Formúla 1 að því leiti að það eru þrjár keppnir í einni og sömu keppnishelginni. Allar þrjár gefa stig. Stefnt er að því að kynna þetta fyrirkomulag síðar.

Ef þú vilt lesa meira um keppnina getur þú lesið hér. Og þeir sem vilja fá fréttir á facebook geta líkað Official V8 Suparcars hér.

Upplýsingar um keppnisbrautina og dagskrá:

Circuit: Symmons Plains
Length: 2410 m
Lap record (V8SC): 0:51.4713, Rick Kelly (2009)
Friday 28/3
10:10 Practice 1 (20 min)
12:10 Practice 2 (20 min)
14:05 Practice 3 (20 min)
Saturday 29/3
11:30 Qualifying – Race 1
11:50 Qualifying – Race 2
14:35 Race 1 (42 laps)
16:35 Race 2 (42 laps)
Sunday 30/3
11:20 Qualifying – Race 3
15:55 Race 3 (84 laps)

Comments are closed.