Volvo S80 hættir akstri eftir 13 ár hjá lögreglunni

Umferðardeild Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu hefur hætt notkun á Volvo S80, merktum nr. 263 eftir dygga þjónustu í 13 ár. Bílinn er nú ekinn um 360 þúsund kílómetra og hefur lengst af verið varabíll hjá umferðardeildinni þegar ekki hefur verið hægt að fara út á mótorhjólum. Lögreglan greinir frá því að bíllinn hafi bilað mjög lítið á þessum tíma og reynst mjög vel. Bílnum var nýlega skilað til Bílamiðstöðvar ríkislögreglustjóra, en næsta hlutverk bílsins liggur ekki fyrir.

Á myndinni afhendir Árni, varðstjóri í umferðardeildinni, Jarek hjá Bílamiðstöðinni lyklana að bílnum og þakkar fyrir frábæra þjónustu.

Comments are closed.