Volvo S90 frumsýndur í Gautaborg

Á meðan verksmiðjur Volvo hafa ekki undan við að framleiða nýja XC90 bílinn er komið að því að kynna litla bróður hans til leiks. Volvo S90 verður kynntur til sögunnar miðvikudaginn 2.desember og ætlar Volvo að sýna beint frá því á youtube síðu sinni. Ekki nóg með að viðburðurinn verður í beinni heldur verður um gagnvirka útsendingu að ræða þar sem áhorfandinn getur valið útsendingu úr þeirri myndavél sem hann kýs. Þannig gefst fólki kostur á að staldra lengur við t.d. innréttinguna eða ytra útlit bílsins.

12309539_10153245591717083_5880359794269484320_o

Fyrir ekki svo löngu bárust myndir af bílnum, svona næstum því allavega þar sem um módelbíla var að ræða. Vonuðust margir að ekki væru um gabb að ræða þar sem módelútgáfan þótti mjög lagleg og verður að segjast að óljósar myndir sem Volvo hefur birt gefa góð fyrirheit um að alvöru eintakið verði mjög líkt þeim njósnamyndum sem birtust á netinu.

Screen Shot 2015-11-30 at 20.58.35 Screen Shot 2015-11-30 at 20.58.47

Það verður að teljast ólíklegt að Volvo kynni nýja vél í bílnum enda vélarnar í nýja XC90 rétt ársgamlar og þykja mjög sprækar en samt sparneytnar. Í díselflokknum verður sennilegast val um D4 (190 hö/400 tog) eða D5 (225 hö/470 tog). Bensínvélarnar munu sennilegast ekki sjást hér á landi en þar eru T5 vélin (254 hö) og T6 vélin (320 hö). Það verður einnig spennandi að sjá hvort þeir bjóði hann ekki sem hybrid bíl en þá yrði hann að öllum líkindum fjórhjóladrifinn og því spennandi kostur eins og færðin er í dag.

Volvoklúbbur Íslands er að vinna að því hörðum höndum að redda sal fyrir viðburðinn og ef það tekst verður sá viðburður auglýstur bæði á síðunni okkar og á Facebook. Ef það klikkar eða fólk kemst ekki er hægt að fylgjast með viðburðinum hér

Comments are closed.