Volvo setur sölumet í nóvember

Aldrei fyrr hefur Volvo selt jafn marga bíla á einum mánuði. Volvo seldi 49.055 bíla í nóvember sem er 26% söluaukning frá fyrra ári. Um er að ræða söluaukningu hjá öllum mörkuðum og þar á hinn margverðlaunaði Volvo XC90 stóran þátt.

Margt spennandi er framundan hjá Volvo en fyrsti Volvo XC90 T8 bíllinn fyrir íslenskan markað er kominn úr framleiðslu og er væntanlegur til landsins í byrjun næsta árs.

Volvo afhjúpaði Volvo S90 í vikunni en bíllinn verður formlega frumsýndur á bílasýningunni í Detroit í janúar. Þessi stórglæsilegi lúxusbíll er væntanlegur til Íslands um mitt næsta ár.

Location Front Quarter Volvo S90 Mussel Blue

Location Front Quarter Volvo S90 Mussel Blue

Comments are closed.