Volvo stærsta lúxusbílamerkið

Mikil sigling hefur verið í sölu Volvo bíla undanfarið. Það sem af er ári er Volvo stærsta lúxusbílamerkið með 221 bíl seldan. Hlutdeild Volvo á lúxusbílamarkaði fyrir fólksbíla og jeppa er 25% af almenna markaði (án bílaleigubíla). Volvo var jafnframt stærsta lúxusmerkið í ágúst.

„Við erum gríðarlega ánægð með stöðu Volvo á lúxusbílamarkaði en vöxtur Volvo á markaðnum er hvorki meira né minna en 101% frá fyrra ári. Við kynntum Volvo XC90 á síðasta ári og hann hefur fengið mjög góðar móttökur. Og það er skammt stórra högga í milli. Núna í síðustu viku vorum við að fá fyrsta Polestar bílinn til okkar af S60 gerð. Í næstu viku mun svo fyrsti Volvo S90 bíllinn verða til sýnis í sýningarsalnum okkar. Þannig það er margt spennandi í gangi hjá Volvo sem mun án efa gera Volvo að enn sterkara merki“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Brimborg.

Sala lúxus fólksbíla og jeppa jan – ág. 2016 vs 2015
Einstaklings- og fyrirtækjamarkaður * Hlutdeild
Lúxusmerki 2016 2015 YoY% 2016 2015
Volvo 221 110 101% 25% 18%
Mercedes Benz 200 145 38% 22% 24%
Landrover 148 90 64% 17% 15%
BMW 115 70 64% 13% 12%
Audi 98 79 24% 11% 13%
Lexus 63 32 97% 7% 5%
Porsche 50 53 -6% 6% 9%
Tesla 1 17 -94% 0% 3%
Aðrir 0 1   0% 0%
Alls 896 597 50%    
* Án sölu til bílaleiga og án sölu minibus bíla
Gögnin eru frá Samgöngustofu en greiningin er Brimborgar.

Comments are closed.