Volvo XC60 mest seldi jeppinn af miðstærð í Evrópu

Volvo XC60 var mest seldi jeppinn af miðstærð í Evrópu árið 2015, samkvæmt óháðri úttekt hjá bifreiðafyrirtækinu JATO. Bíllinn hefur jafnframt verið söluhæsti bíllinn frá Volvo frá árinu 2009.  Evrópa er mikilvægasta sölusvæðið hjá Volvo þar sem meira en helmingur allra seldra Volvo bíla kemur. Yfir 750.000 Volvo XC60 bílar hafa verið seldir síðan árið 2008.  Innan Evrópu er bíllinn mjög vinsæll í Svíðþjóð, Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi.

xc60

Comments are closed.