Volvo XC60 nú fáanlegur í nýrri Executive útgáfu

Hinn margrómaði og einstaklega öruggi Volvo XC60 AWD er nú fáanlegur í sérstakri Executive útgáfu á enn hagstæðara verði en áður. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu Brimborgar.

Executive útgáfan kemur á 18“ Tucan álfelgum og er búinn leðurklæddum sportsætum með meiri bólstrun og auknum þægindum. Ökumannssætið er rafdrifið með minni. Í innra rýminu er jafnframt TFT digital mælaborð, 7 tommu skjár, nettenging, DVD, leiðsögukerfi með Íslandskorti og bakkmyndavél. Olíumiðstöð með tímastilli er staðalbúnaður í Volvo XC60 þar sem ökumaður gengur að því vísu að bíllinn sé heitur að morgni á köldum vetrarmorgnum.

Veghæð Volvo XC60 eru heilir 23 cm undir lægsta punkt. Hann er ríkulega búinn með Xenon gasljósum með beygjustýringu, tölvustýrðri loftkælingu með hitastýringu (ECC), lofthreinsikerfi og Volvo High Performance hljómtækjum. Bíllinn er búinn fyrsta flokks öryggisbúnaði en þar má nefna margverðlaunaða öryggiskerfið „Borgaröryggi“.

Volvo XC60 AWD er búinn sparneytinni og aflmikilli D4 dísilvél með sjálfskiptingu sem skilar 190 hestöflum og 440 Nm togi. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri er 5,7 l/100 km og CO2 losun er 149 g/km. Glæsileg hönnun, frábærir aksturseiginleikar og mjög ríkulegur staðalbúnaður gerir Volvo XC60 að mjög áhugaverðum kosti og bestu kaupunum í þessum flokki í dag.

Verðið á Volvo XC60 AWD í Executive útfærslu hjá Brimborg er frá kr. 8.385.000.

VOLVO_XC60_FRONT_Tinna (Medium)

Comments are closed.