Volvo XC60 valinn HEIMSBÍLL ársins 2018 af World Car Awards 

“Það er greinilegt að XC60 er með rétta blöndu af hönnun, öryggi og tækni sem höfðar vel til viðaskiptavina um allan heim.” sagði Håkan Samuelsson Forstjóri Volvo Cars við afhendingu verðlaunanna.
Sigurvegarar verðlaunna voru tilkynntir á alþjóðlegu bílasýningunni New York International Auto Show.

Þetta eru þriðju verðlaunin sem XC60 vinnur en áður var hann valinn Öruggasti bíll í heimi í EURO NCAP árekstrarprófununum sem og Jeppi ársins 2018 af Bandalagi íslenskra bílablaðamanna.

Volvo á sigurbraut
Nú nýlega var Volvo XC40 valinn Bíll ársins í Evrópu 2018 og Håkan Samuelsson Forstjóri Volvo var valinn World Car Person of the Year sem er mikil viðurkenning fyrir það frábært starf og þátt hans í velgengni Volvo síðustu ára.

Texti: Aðsend fréttatilkynning.

Comments are closed.