Volvo XC90 20 ára

Volvo XC90 var stærsta fréttaefni sem komið hafði frá Volvo þegar hann var afhjúpaður í Detriot Auto Show í byrjun árs 2002. Volvo XC90 var fyrsti bíllinn í flokki sportjeppa, SUV (Sport Utility Vehicle) frá Volvo.

Í ár eru 20 ár liðin frá því þessi vinsæli bíll kom á markaðinn. Bíllinn kom fyrst til Brimborgar í október 2002 og voru menn þar á bæ spenntir að bjóða upp á bílinn með 163 hestafla dísel vél. Bílnum var lýst með aksturseiginleika fólksbíls, dráttargetu eins og pallbíll og með hæfileika til utanvegaaksturs eins og öflugustu jeppar. Bíllinn kostaði fyrst frá 5,5-6.0 milljónir á Íslandi. Takmarkað magn var af bílnum fyrstu mánuðina vegna mikillar eftirspurnar en fyrstu bílarnir sem seldust komu til landsins í byrjun árs 2003.

Bíllinn var gífurlega öruggur í alla staði og reyndist kaupendum á Íslandi vel og er kominn í hóp klassískra volvo bíla.

Samanburður sem gerður var á bílnum árið 2003 og birt í morgunblaðinu.

Comments are closed.