Volvo XC90 bíll ársins á Íslandi

Volvo XC90 var valinn Bíll ársins 2016 við hátíðlega athöfn á veitingahúsinu Nauthóli.  Fimmtán bílar komust í úrslit í fimm flokkum. Það er Bandalag íslenskra bílablaðamanna sem stóð fyrir valinu sem fyrr. Þetta kemur fram á vef VB.is.  Alls voru 31 bíll í forvalinu og eiga þeir það sameiginlegt að vera bílar nýrrar kynslóðar eða glænýir bílar. Í flokki minni fólksbíla sigraði Citroen C4 Cactus. Mazda 2 var í öðru sæti og Skoda Fabia í því þriðja.

Í flokki stærri fólksbíla sigraði Volkswagen Passat, Skoda Superb var í öðru sæti og því þriðja hafnaði Ford Mondeo. Í jepplingaflokki sigraði Mazda CX-3. Renault Kadjar var í öðru sæti og Nissan X-Trail í því þriðja. Í flokki jeppa sigraði Volvo XC90, í öðru sæti varð Audi Q7 og í því þriðja varð Land Rover Discovery Sport. Í flokki umhverfisvænna bíla sigraði Volkswagen Golf GTE, í öðru sæti varð Tesla Model S og í þriðja sæti hafnaði Volkswagen e-Golf.

Volvo XC90 fékk hæstu einkunn samanlagt. Næst hæstu einkunn fékk Golf GTE og Audi Q7 hlaut þriðju hæstu einkunn bílanna 15 sem komust í úrslit. Volvo XC90 hlaut því verðlaunin Stálstýrið 2016. Þetta er í þrettánda skipti sem verðlaunagripurinn er veittur Bíl ársins á Íslandi. Stálstýrið var afhent í fyrsta sinn árið 2001.

Heimild: vb.is
All_New_XC90_Exterior_2

Comments are closed.