Volvo XC90 hlýtur tvenn verðlaun í viðbót

Volvo XC90 hlaut hin virtu Fleet Safety Initiative verðlaun sem valin eru af ACFO (Association of Car Fleet Operators). Verðlaunin heiðra þá bestu í geiranum og voru það öryggisnýjungar Volvo XC90 sem þóttu skara fram úr. Með Volvo XC90 voru frumsýndar tvær öryggisnýjungar, vörn við útafakstur og sjálfvirk bremsa ef beygt er í veg fyrir ökutæki úr gagnstæðri átt.

Í sömu viku var Volvo XC90 einnig valinn Luxury SUV ársins 2015 af Professional Driver QSI. Þar eru verðlaunaðir þeir bílar sem þykja skara fram úr meðal einkabílstjóra. Það voru frábærir eiginleikar fjögurra sýlindra dísil vélarinnar, sá kostur að hann rúmi 7 farþega á þægilegan hátt og framúrskarandi aksturseiginleikar sem lönduðu Volvo XC90 verðlaunasætinu.

4-2-GALLERY-HERO-XC90-R_Design

Comments are closed.