Árið 1972 keypti Volvo einn þriðja af DAF Car BV í Hollandi og kom þar með undir sig fótunum sem framleiðandi smárra bíla, í geira þar sem Volvo hafði ekki verið áður. Um miðjan áttunda áratug síðustu aldar voru keyptir stærri eignarhlutar í DAF Car BV og fyrirtækið var endurskipulagt til að skapa Volvo Car BV.
Fyrsti bíllinn frá Volvo Car BV til að bera Volvo nafnið var Volvo 66. Þessi bíll var þróaður upp úr fyrri útgáfunni af DAF 66.
Volvo 66 var fáanlegur í tveimur útgáfum, sem tveggja dyra fólksbifreið og þriggja dyra skutbíll. Þessir bílar voru með afturdrif og sjálfvirkan gírkassa með stiglausa skiptingu.
Tæknilegar upplýsingar:
Tegund: 66
Framleiðsluár: 1975-1980
Framleiðslufjöldi: 106.137
Yfirbygging: Tveggja dyra fólksbifreið eða þriggja dyra skutbíll.
Vélar: Fjögurra strokka línuvél OHV, 1.109 rúmsentimetrar, 47 hestöfl eða 1.289 rúmsentimetrar, 57 hestöfl.
Skipting: Sjálfskiptur, með stiglausa skiptingu.
Bremsur: Vökvaknúnar diskbremsur að framan og skálar að aftan.