Volvo C70 Coupe

Í gegnum árin hefur Volvo boðið upp á sérútbúna “Coupé” bíla fyrir notendur sem vilja sameina lúxus, öryggi, kraft og góða aksturseiginleika. P1800, 262C og 780 eru oft nefndir sem fyrirrennarar C70 Coupé bílsins.

Þegar að Volvo byrjaði að hanna C70 Coupé þá var vinnan sameinuð með breska TWR (Tom Walkinshaw Racing) til að tryggja að flott útlit yrði sameinað með krafti og tengingu við Volvo eiginleika.

Hinn nýi C70 Coupé var kynntur á sýningu hjá Paris Motor Show árið 1996 og hlaut strax eftirtekt frá blaðamönnum og tilvonandi eigendum.

C70 bíður upp á hámarks afköst með hámarkshraðanum 250 km/klst, ásamt fyrsta flokks veggripi og aksturseiginleikum ásamt fullkomnum þægindum með vinnuvistfræði í tengingu við sérstaka innréttingu með ekta timbri og alvöru leðri, og hljómtækjasamstæðu í fyrsta flokki.

Volvo C70 Coupé var framleiddur til ársins 2002.

Tækniupplýsingar

Tegund: C70 Coupé.
Framleiðsluár: 1996-2002.
Framleiðslufjöldi: 24395 stk.
Body: 2 dyra coupé.
Vél: 5-cyl,  DOHC 2 lítra og 2,5 lítra.
Skiptingar: 5-gíra beinskiptur og 4- eða 5-þrepa sjálfskiptur.

c70_2 volvo-c70-coupe-09volvo__c70_2_5t_1998_5_lgw
Myndir frá: www.autopictu.com,carfolia.com