Volvo PV444

Volvo PV444, framleiddur 1946 – 1958

Undir lok seinni heimsstyrjaldar eða í september 1944 í von um frið og bjartari framtíð, kynnti Volvo til sögunnar á vörusýningu í Stokkhólmi, PV444.

Hönnunin var undir áhrifum frá Bandaríkjunum sem kemur vel fram á útliti á PV444. Þessi bíll var sá fyrsti frá Volvo sem hafði heila yfirbyggingu og ekki settur saman í pörtum. Einnig kom Volvo með byltingu í öryggisþætti sem er notað ennþá í dag, en það er lagskipt framrúða. Upphaflega var markmiðið að ná að framleiða 8.000 bifreiðar af PV444. En áhuginn varð gríðalegur og á endanum var framleitt hátt í 200.000 bifreiðar áður en PV444 breyttist í PV544. Með tilkomu 444 var sett upphaf að vöxt á framleiðslu á Volvo bifreiðum.

Tækniupplýsingar

  •          Tegund: PV444
  •          Undirtegund: A/AS/B/BS/BQ/BQS
    C/CS/CQ/CSQ/D/DS/DQ/DSQ
    E/ES/H/HS/HE/K/KS/KE/L/LS
  •          Framleiðslu ár: 1946 – 1958
  •          Framleiðslufjöldi: 196.005
  •          Vélar: 4-cylindra línuvélar, 1.414 eða 1.583cc, 40 og 85php
  •          Skipting: 3 gíra gírkassi, með gírstöng í gólfinu.
  •          Bremsur: Vökvabremsur, skálar í öllum fjórum hjólum.

volvo-pv-444_red_3 PV444 USA PV444_01_maxi volvo-pv-444_brown_0 volvo-pv-444_green_4