Volvo PV445/PV445 Duett

Volvo PV445/PV445 Duett, framleiddir 1949 – 1960

PV445 var grindar/undirvagnsútgáfa af PV444 og var hugsaður sem lítil vörubifreið eða sendibifreið. Vélarbúnaður í PV445 var alveg eins og í PV444, framendinn alveg eins fyrir utan auka slá í grilli.

Vert er að segja að frá árunum 1949 – 1953, kom grunnur fyrir PV445 smá vörubílum, skutbílum og nokkra fallega blæjubíla. Ekkert af þeim voru framleiddir af Volvo, heldur af sjálfstæðum undirverktökum.

Svo um 1953 kom hinn frægi Duett, (undirtegund HD) sem var byggður á PV445. PV445 Duett var svo áfram framleiddur sem P210 Duett, en alltaf kallaður DUETT.

Duett varð goðsögn og upphaf af því sem við þekkjum í dag, þægindi, öryggi og öflugur skutbíll.

Tækniupplýsingar

  •          Tegund: PV445/PV445 Duett
  •          Undirtegund: PV 445 A, chassis                                                                               PV 445 B, chassis  PV 445 Van: DS, GS, LS, P-44505-1957, P-4405 M PV 445 Estate: DH, GL, LL, P-44506-1957, P-44506 M
    PV 445 Passenger estate: PH, GP, LP, P-44507-1957, P-44507 M
  •          Framleiðslu ár: 1949 – 1960
  •          Framleiðslufjöldi: 24.409
  •          Yfirbygging: Skutbifreið, sendibifreið
  •          Vélar: 4-cylindra línuvélar, 1.414 40 – 85 bhp, 1.583cc 60 bhp
  •          Skipting: 3 gíra gírkassi, með gírstöng í gólfinu.

volvo-pv-445-c-valbo-02 PV445 convertable PV445 Duett PV445_01_maxi