Volvo PV544

Volvo PV544 framleiddur 1958 – 1965

Í ágúst árið 1958 var PV544 kynntur.  Bíllinn var nútímalegri útgáfa af PV444. Þetta voru mestu breytingar sem höfðu komið síðan PV444 var kynntur 1944. Framrúðan fór frá því að vera tvískipt í að vera ein heil kúpt rúða. Afturrúðan varð stærri. Innréttingar og mælaborð fengu breytingar.

Tæknilega fékk PV544 nýjungar. PV444 kom (fyrir utan Bandaríkin) aðeins með einni gerð af vél. PV544 kom með aðra gerð til viðbótar. Svo kom í fyrsta skiptið 4 gíra kassi til sögunnar.

Meðan PV544 var framleiddur kom stöðugt nýjungar. Stærsta nýjungin var 1961 þegar hin þekkta B18 vélin fór undir húddið.

Tækniupplýsingar:

  •          Módel: PV 544
  •          Undirtegund: Special I, II and Sport PV544A
    PV544B, PV544C, PV544D, PV544E, PV544F, PV544G
  •          Framleiðsluár: 1958 -1965
  •          Framleiðslufjöldi: 243.990 stk.
  •          Yfirbygging: 2-dyra saloon
  •          Vélar: 4-cylindra línuvél, 1,583 cc, 60 bhp í 4,500 rpm eða 85 bhp í 3,500 rpm. 1961: 1,778 cc, 75 bhp í 4,500 rpm eða 90 bhp at 5,000 rpm og síðar 95 bhp
  •          Skiptingar: 3 eða 4-gíra kassi með stöng í gólfi
  •          Bremsukerfi: Vökvakerfi, skálar á öllum fjórum hjólum.
  •          Aukaupplýsingar: Volvo PV544 átti marga sigra í Rally keppnum í kringum 1960.

DCF 1.0 volvo_pv544_58 Volvo_PV_544_(1) (Medium)