Volvo 144

Í ágúst árið 1966 kynnti Volvo 140 seríuna, byrjuðu á framleiðslu á fjögra dyra útgáfunni eða 144. Þetta var upphafið á nýrri tegund frá Volvo sem varð mest framleiddi bíllinn. Í byrjun sumars 1967 kom tveggja dyra útgáfan, 142. Svo í nóvember sama ár kom 145, 5 dyra skutbíllinn.

Hönnun á Volvo 140 var sannarlega tímalaus sem er staðfest með þeirri staðreynd að arftaki 140 (240) var seldur í miklu magni allt til ársins 1993. Séreinkenni þessa bíls voru stórar hliðarrúður. Afturhluti á Volvo 145 er vel þekktur á Volvo skutbílum sem áttu eftir að koma.

Volvo 140 var mjög rúmgóður með stórt farangursrými. Volvo 140 innhélt mikið af nýungum í öryggisþáttum. Til viðbótar við það að bíllinn var með krumpusvæði framan og aftan (e. energy-absorbing crumple zones) þá var einstakt bremsukerfi þar sem ein hringrás náði í þrjú hjól sem var bylting á þessum tíma. Diskabremsur voru notaðar í öll fjögur hjólin. Ekkert í innréttingunni var með útstæða hluti og var öryggisbelti bæði fyrir bílstjóra og farþega í framsæti.

Tækniupplýsingar

Tegund: 140
Afbrigði:  142, 144 og 145
Framleiðsluár: 1966 -1974
Framleiðslufjöldi: 142: 419.986, 144: 523.808, 145: 268.317
Body: 2 dyra, 4-dyra, 5 dyra skutbíll
Vél: 4-strokka línu vél, 1,778 cc (B18), 75 eða 90 bhp og 1,986 cc (B20), í nokkrum hestafla útgáfum.
Skiptingar: 4-gíra gírkassi, 4-gíra gírkassi með yfirgír (overdrive) með 3 þrepa sjálfskiptingu.
Bremsur: Vökvabremsur, diskar á öllum fjórum hjólum.
Stærð: Lengd yfir allt 464 cm, hjólbil 260 cm

144_01_maxi volvo-142-sweden-1969 145_01_maxi