Volvo 240

Í ágúst árið 1974 kynnti Volvo nýja kynslóð af bíl sem var gefið nafnið 240 og 260.

Þessi lína var þróun út frá 140 línunni og var svipuð að mörgu leiti. Ein breytingin var t.d. breiðari stuðarar, nýjungar í undirvagni og svokallað McPherson fjöðrunarkerfi að framan.

Í framhaldi á tilkomu 240, kom ný 4 strokka vélafjölskylda til sögunnar með yfirliggjandi knastás. Eldri 4 strokka vélar voru enn notaðar um tíma.

Í stuttan tíma var V6 vél sett í 244. Árið 1979 var í fyrsta skipti í boði 6 strokka dísel vél á sumum mörkuðum fyrir Volvo.

Nýja 240/260 fjölskyldan var þróuð með öryggisjónarmiði í huga. Þróunin var það mikil að öryggisbúnaður í 240/260 var notaður sem staðall í Bandaríkjunum.

Tveggja dyra bíll varð krafa í sumum mörkuðum og var því eðlilegt að 242 var framleiddur. Sú framleiðsla stóð skemur yfir en 244 og 245, eða til 1984. Glæsilegasta útgáfan er 242GT og svo 240 TURBO sem var markaðssett í Bandaríkjunum. Þeir skiluðu afburða eiginleikum og voru sannarlega úlfur í gæruskinni.

Volvo 240 línan varð klassík á sínum líftíma þar sem hann var framleiddur í nær 20 ár. 240 línan fékk andlitslyftingu tvisvar á sínum líftíma, árið 1981 og 1986. Það fer ekki á milli mála að þessi lína er stórt tákn og er þekktur fyrir öryggi og staðalbúnaður fyrir fjölskyldu í Bandaríkjunum.  Árið 1983 hættu bílarnir að vera merktir 242, 244 og 245 voru allir merktir 240. (síðasti stafurinn þýðir einfaldlega dyrafjöldi).

Það má með sanni segja að Volvo 240 varð visst tákn fyrir Volvo og er enn. Til gamans má geta að það er til frægt slagorð hér á Íslandi: Fasteign á hjólum. Og það er líklega alveg rétt því það eru enn fjölmargir 240 akandi á götum um heim allan.

 Tækniupplýsingar:

  • Tegund: 240
  • Undirtegundir: 242, 244 og 245
  • Framleiðsluár: 1974 – 1993
  • Framleiðslufjöldi: 242: 242.621, 244: 1.483.399 st., 245: 959.151 stk. eða samtals: 2.685.171 stk.
  • Vélar: 4 strokka línuvél OHV, 4 strokka línuvél OHC, 4 strokka línuvél OHC með forþjöppu (Turbo). V6 OHC og 5-6 strokka diesel línuvél.
  • Skiptingar: 4-gíra beinskiptur, 4-gíra beinskiptur með yfirgír, 5-gíra beinskiptur og 4-þrepa sjálfskipting.
  • Bremsur: Vökvabremsur, diskar á öllum hjólum.
  • Stærð: 490 cm á lengd, hjólabil 264 cm.

volvo_240_white_1993_a 245_01_maxi 244_01_maxi 242_01_maxi