Volvo 262C

Volvo 262C var kynntur til sögunnar á bílasýningu í Genf árið 1977. Bíllinn var 2ja dyra Coupé með þægilegum sætum fyrir fjóra, sem var mögulegt þar sem hjólabilið var það sama og í Volvo 264.

Volvo 262C hafði ekki sömu þaklínu og fjögurra dyra bíllinn sem hann var byggður á auk þess sem framrúðan hallaði töluvert meira og toppurinn var lægri. Fyrstu árin voru bílarnir aðeins framleiddir silfurlitaðir með svörtum vinyl topp en seinna var boðið upp á fleiri liti. Bílarnir voru sérlega glæsilegir að innan, með þykku leðri og viðarskrauti.

Bíllinn var hannaður af Volvo í Svíþjóð en framleiddur af Bertone á Ítalíu.

 Tækniupplýsingar:

Framleiðslutímabil: 1977-1981
Framleiðslufjöldi: 6622 stk.
Vélar: 2.7 lítra V6 OHC og 2.8 lítra.
Skiptingar: 4 gíra beinskipting með yfirgír og 3 þrepa sjálfskipting.
Bremsur: Vökvabremsur, diskar á öllum hjólum.
Stærð: 490 cm, hjólabil 264 cm

classicandperformancecar.com  forum-auto.com volvobertone.comthepetrolstop.com firingorder.net
Myndir frá: volvobertone.com,thepetrolstop.com,forumauto.com,firingorder.net,classicandperformancecar.com