Volvo 264

Volvo 264 var kynntur haustið 1974 sem arftaki Volvo 164 en báðar týpur voru þó frameiddar samhliða árið 1975. Á sama hátt og hönnun 164 bílsins hafði verið byggð á Volvo 144 var 264 byggður á 244 línunni. Sú breyting sem var hvað mest sláandi var hönnunin á framenda bílsins sem varð stærri og voldugri en áður. Aðrar smærri breytingar voru einnig gerðar, til dæmis stærri afturljós og hliðarlistar ásamt meira krómi í innréttingu.

Hönnuð var alveg ný vél fyrir Volvo 264, PRV vélin svokallaða. Hún var 2.7 lítra V6 vél, eingöngu smíðuð úr áli og þróuð í samvinnu við Peugeot og Renault.

 

Framleiðsluár: 1975-1982
Framleiðslufjöldi: 132390 stk.
Vélar: 2.7 lítra V6 OHC og 2.8 lítra.
Skiptingar: 4 gíra beinskipting, 4 gíra beinskipting með yfirgír og 3 þrepa sjálfskipting.
Bremsur: Vökvabremsur, diskar á öllum hjólum.
Stærð: 490 cm, hjólbil 264 cm.

worldcarslist.comgood-wallpapers.commotorpix.com