Volvo 360

Árgerð 1983 hófst framleiðsla  360 línurnar. Volvo 360 var byggður á 340 bílnum og hann var knúinn áfram af fjögurra strokka, tveggja lítra vél.  Ári eftir að 360 línan var sett á markað var úrvalið aukið með fjögurra dyra fólksbifreið með hefðbundnu farangursrými. Í þessari útgáfu hafði yfirbyggingin lengri útskögun að aftan og jók því heildarlengd bílsins.

340 línan, sem var hagkvæmari útgáfa af 360 fólksbílnum, var einnig framleidd sem fjögurra dyra fólksbíll (79.964 bílar af 340 útgáfunni voru framleiddir).

Sportlegri útgáfa bílsins, sem nefndist 360 GLT, var einnig kynnt á sama tíma, en sá bíll var knúinn áfram af vél með eldsneytisinnspýtingu.

Tæknilegar upplýsingar:

Tegund: 360 Sedan
Framleiðsluár: 1983-1989
Framleiðslufjöldi: 66.207 (360 Sedan)
Vélar: Fjögurra strokka línuvél, 1.986 rúmsentimetrar.
Skipting: Fimm gíra beinskipting

345