Volvo 460

Framleiðslan á Volvo 460 hófst árið 1989. Volvo 460 hefur sömu tæknilegu byggingu og hönnun og 480 sports coupé bíllinn. Það þýðir að hann var með framhjóladrif og vélina þversum eins og sportútgáfan og auðvitað naut hann góðs af einstakri stjórn og aksturseiginleikum 480 bílsins.

Meðan 460 var í framleiðslu var hann fáanlegur með nokkrar mismunandi vélar sem voru frá 1,6 lítra til 2,0 lítra. Allar vélarnar voru fjögurra strokka einingar með einum yfirliggjandi kambás og allar voru þær þróaðar út frá sömu vélafjölskyldunni.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 460
Framleiðsluár: 1989-1996
Framleiðslufjöldi: 238.401
Vélar: Fjögurra strokka línuvél, 1.596 eða 1.721 rúmsentimetri með eða án dísiltúrbínuvélar, 1.794 eða 1.998 rúmsentimetrar og fjögurra strokka línuvél, 1.870 rúmsentimetrar dísiltúrbínuvél.
Skiptingar: Fimm gíra beinskipting, fjögurra gíra sjálfskipting

48_Volvo_460_large