Volvo 480

Volvo 480ES var settur á markað árið 1985 og framleiðsla hófst árið 1986. Volvo 480 ES var fyrsti raðframleiddi framhjóladrifni Volvo bíllinn. Hann var með fjögurra strokka vél sem var komið fyrir þvert í vélarrúminu.

Volvo 480SE var lokaður fjögurra sæta sportbíll, en hönnun afturhluta hans var undir áhrifum frá hinum klassíska 1800ES.

Útlitið að framan var einstakt vegna felliljósanna og hann líktist ekki neinum öðrum Volvobíl.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: 480
Undirtegundir: 480 Turbo, 480 S
Framleiðsluár: 1985-1995
Framleiðslufjöldi: 76.375
Yfirbygging: Tveggja dyra sportlegur hlaðbakur
Vélar: Fjögurra strokka línuvél, 1.721 rúmsentimetri eða 1.998 rúmsentimetrar.
Skiptingar: Fimm gíra beinskipting, fjögurra gíra sjálfskipting

46_Volvo_480_large