Volvo 940/960 línan var kynnt haustið 1990. Nýja 940 línan kom í staðinn fyrir 740, sem var þó áfram í framleiðslu til 1992 en notaðist við grunninn úr 740 GL línunni. Fjögurra strokka bensínvél eða sex strokka dísel vél voru notaðar til að knýja áfram Volvo 940 og 960.
Volvo 940 bauð uppá mikið af nýjum öryggisbúnaði. Þessi lúxusbíll, ásamt bróður sínum 960 bílnum, voru með þriggja punkta öryggisbelti með tregðuspólu ásamt hæðarstillanlegum höfuðpúðum sem staðalbúnað og innbyggðu barnasæti í miðjusætinu að aftan sem aukabúnað.
Þessar nýjungar í öryggi farþega urðu til þess að bíllinn hlaut margar alþjóðlegar viðurkenningar en þeirra merkastar voru Prince Michael Road Safety og einnig Award og Autocar & Motor sem veitti bílnum verðlaun fyrir að vera sá bíll sem væri með bestu öryggisráðstöfunum.
Tækniupplýsingar:
Tegund: 940 Sedan
Framleiðsluár: 1990-1998
Framleiðslufjöldi: 246.704
Vél: Fjögurra strokka línuvél með OHC-einingu, 1.986 rúmsentimetrar; fjögurra strokka línuvél með OHC-einingu, 2.316 rúmsentimetrar með eða án dísiltúrbínuvélar og sex strokka línuvél með OHC, 2.383 rúmsentimetra dísiltúrbínuvél.
Skipting: Fjögurra gíra beinskipting með yfirgír eða fimm gíra beinskipting eða fjögurra gíra sjálfskipting