Volvo P120/P120 Amazon

Volvo P120/P120 Amazon, framleiddur 1956 – 1967

Árið 1956 var frumútgáfa af nýjum fólksbíl kynnt af Volvo. Þessi nýja bifreið varð svo þekktur sem Amazon. Fyrst um sinn var bifreiðin kynnt sem Amazon, þá var þýskur mótorhjólaframleiðandi að nafni Kreidler búinn að skrásetja þetta vörumerki. Volvo og Þýska fyrirtækið komust að samkomulagi um að Amazon nafnið yrði eingöngu notað í Svíþjóð. Og bíllinn varð þekktur og fluttur út sem P120. En þekkist betur sem Volvo Amazon.

Framleiðslan hófst í byrjun 1957 og var sagður stærri útgáfa af PV444 þar sem 121/122S var 4 dyra útgáfa.

Hönnunin var nútímalegri og var P120 fyrsta bifreiðin sem var framleidd hjá Volvo í svokölluðum pontoon stíl. Bifreiðin þótti mjög aðlaðandi og með sterk einkenni eins og tvö loftop að framan og afturbrettin eins og vængur sem endar eins og uggi. Mjög vinsæl hönnun á þeim tíma.

Amazon 121/122S hafði marga öryggisþætti, eins og efrihluti mælaborðs var mjúkt, lagskipt framrúða og öryggisbelti í báðum framsætum og aftursætum.

Haustið 1961, bættust við allmargar breytingar. 1,6 lítra vélin var skipt út fyrir B18, 75 eða 90 hestöfl. Þá var12 volta rafkerfi komið í bifeiðina. Nýtt grill og 90 hestafla útgáfan var með diska bremsur að framan.

1961 kom P130, 2 dyra útgáfa af 121/122S og 1962 kom P220 skutbíll / 5 dyra útgáfan. Hægt að lesa um þá í öðrum kafla.

Fjögra dyra útgáfan af P120 var framleidd allt til haustið 1966. En þá var tók við gersamlega ný bifreið, Volvo 144.

Tækniupplýsingar

  •          Tegund: P1200 / P120 AMAZON, Sedan
  •          Undirtegund : P1200V/H, P121/ P122S
  •          Framleiðsluár: 1956 – 1967
  •          Framleiðslufjöldi: 234.208 stk.
  •          Vélar:4-strokka línuvél, overhead valves, 1,583 cc, 60 bhp í 4,500 rpm eða 85 bhp í 5,500 rpm. 1961: 1,778 cc, 75 bhp í 4,500 rpm eða 90 bhp í 5,000 rpm, aukin 1965 í 95 bhp.
  •          Skipting: 3 – 4 gíra gírkassi með eða án yfirgír og með gírstöng í gólfinu (sumir bílarnir komu með gírstöngina á stýristúpunni.
  •          Bremsur: Vökvabremsur, skálar í öllum fjórum hjólum.

Volvo_Amazon_P121_B18r (Medium) 1959_volvo_amazon-pic-15235 P120_01_maxi