Volvo P1800/1800

Snemma árs 1959 , kynnti Volvo nýjan sportbíl. Tveimur árum áður hafi Volvo verið að þróa sig áfram með sportbílinn Volvo Sport en hann var framleiddur úr trefjaplasti og sérstyrktu polyester .
Nýji bíllinn varð þekktur sem Volvo P1800 , en fékk síðar undirtegundirnar P1800S/1800S og 1800E . Þessi nýji sportbíll þótti svipa til ítalskra sportbíla og hófst fjöldaframleiðsla árið 1961 .

Þar sem Volvo hafði ekki getu til að byggja bíllinn sjálfir var til að byrja með samið við Englendinga um framleiðslu á bílnum fyrstu árin. Fyrirtækið Pressed Steel sá um framleiðslu á yfirbyggingu en samsetning var hjá fyrirtækinu Jensen. Það var síðan árið 1963 sem samsetningin fluttist til Svíþjóðar en yfirbyggingarvinnan fluttist ekki til heimalandsins fyrr en 1969 þegar 1800E línan er kynnt. Í P1800 var hönnuð ný 1,8 lítra vél sem var heil 100 hestöfl til að byrja með en þróaðist upp í 120 hestöfl.

Þróun P1800 var helst á vélarsviðinu. Á haustmánuðum 1968 var kynnt til sögunnar tveggja lítra vél sem skilaði 118 hestöflum en ári seinna var búið að hanna á hana innspýtingu.