Nýju leigubílarnir, PV801 (með rúðuskiptingu á milli fram- og aftursætanna) og PV802 (án rúðuskiptingar), voru kynntir til sögunnar árið 1938. Tegundirnar voru einnig fáanlegar sem undirvagnar, PV800 og PV810, og var sú síðarnefnda með lengra hjólhaf.
Hönnun PV800-línunnar tók miklum stakkaskiptum með djarfri hönnun á V-löguðu nefi og dæmigerðum amerískum stíl með ávölum útlínum. Báðar útgáfur gátu rúmað átta farþega vegna viðbótarsætanna sem hægt var að leggja saman. 821-824 bílarnir voru nútímavæddir með kraftmeiri ED-vél sem var með vélarafköst upp á 90 hestöfl.
Tæknilegar upplýsingar
Tegund: PV801-10
Sérstök útfærsla: PV 800 Chassis PV 801 (með rúðuskiptingu) PV 802 (leigubíll án rúðuskiptingar) PV 810 Chassis, lengri útgáfa
Framleiddir: PV801-10: 1938-1947 PV821-4: 1947-1948
Magn: PV801-10: 1.848, PV821-4: 800
Yfirbygging: Sérhæfðir bílar fyrir leigubílaakstur eða undirvagnar ætlaðir fyrir sérstakar yfirbyggingar.
Vél: Sex strokka línuvél með hliðarventlum; 3.670 rúmsentimetrar; 84,14×110 mm; 84, 86 eða 90 hestöfl
Gírkassi: Þriggja hraða með gírstöng í gólfi (1938-1945) eða gírskiptingu í stýrisstöng (1946-1948).
Hemlar: Vökvaknúnir á öllum hjólum.
Stærðir: Hjólhaf 3.250 eða 3.550 mm.