Volvo PV831

Árið 1950 setti Volvo á markaðinn uppfærða útgáfu af leigubílunum úr 800-línunni. Megineinkenni þeirra var hönnunin að framan sem var með lægri yfirbyggingu og framljósin voru á fremri brettum.

Ný útgáfa af PV830 leit dagsins ljós árið 1953. Honum var ætlað að vera vandaður bíll fyrir stærri fyrirtæki sem þurftu að flytja mikilvæga gesti. Það voru litir bílsins sem einkenndu útlit þessarar útgáfu, rauðbrúnn eða dökkblár.

Innréttingin var með vönduðu vefnaðaráklæði. Aftursætið var með miðjuarmpúða sem hægt að var að leggja saman og ofin teppi voru á gólfinu. Útvarp var hluti af staðalbúnaði bílsins.

Litið var svo á að þessir leigubílar væru þannig smíðaðir að nánast væri ómögulegt að slíta þeim út og nokkrir þeirra voru enn í notkun á níunda áratug síðustu aldar.

Til viðbótar við leigubílinn var hægt að afhenda undirvagninn einn og sér úr 800-línunni, til notkunar fyrir sjúkrabíla, skutbíla eða smærri sendibíla.

Tæknilegar upplýsingar

Tegund: PV 831-4
Sérstök útfærsla: PV 831 (leigubíll með rúðuskiptingu) PV 832 (leigubíll án rúðuskiptingar) PV 833 Chassis PV 834 Chassis, lengdur
Framleiddur: 1950-1958
Magn: 6.216
Yfirbygging: Sjö eða átta sæta leigubíll eða undirvagn sem var t.d. ætlaður fyrir sjúkraflutninga.
Vél: Sex strokka línuvél með hliðarventlum; 3.670 rúmsentimetrar; 84,14×110 mm; 90 hestöfl við 3.600 snúninga á mínútu.
Gírkassi: Þriggja gíra beinskipting og gírskipting í stýrisstöng.
Hemlar: Vökvaknúnir á öllum hjólum.
Stærðir:
Ýmislegt: Hjólhaf 3.250 eða 3.550 mm.