Volvo V50

Í lok árs 2003 rann enn einn nýr Volvo af færibandinu, Volvo V50, en honum var ætlað að koma sem staðgengill fyrir Volvo V40 sem hafði verið kynntur nýr á markaði árið 1995.

Ytra útlit V50 býr yfir augljósum Volvo einkennum og einnig gætir mikilla áhrifa skandinavískrar hönnunar í stílhreinni og einfaldri innréttingu bílsins. Af lögun á afturenda bílsins og háum afturljósum má sjá að Volvo V50 heldur fast í arfleifð eldri Volvo skutbíla.

Fljótandi mælaborð, sem prýðir flestar nýjar Volvo bifreiðar nú til dags, sást einna fyrst í Volvo V50.

Volvo V50 er búinn nýrri uppbyggingu á framstuðara með nokkrum krumpusvæðum. Þessi hönnun, sem Volvo hefur einkaleyfi á, eykur öryggi farþega enn frekar.

Annað áhugavert við Volvo V50 var aukið framboð af 5 sílindra bensínvélum og einnig var hægt að fá þá fjórhjóladrifna.

Tækniupplýsingar:

Framleiðslutímabil: 2003-2012
Framleiðslufjöldi: Enn í framleiðslu.
Vélar: 1.6 lítra 4 cyl, 1.8 lítra 5 cyl, 2.4 lítra 5 cyl, 2.5lítra  5 cyl Turbo og 2.0 lítra 5 cyl Turbo disel.
Skiptingar: 5 gíra beinskipting, 6 gíra beinskipting og 5 þrepa sjálfskipting.
Bremsur: Vökvabremsur, diskar á öllum hjólum.
Stærð: 452 cm, hjólabil 264 cm.

betterparts.org zercustoms.com en.automobile.de betterparts.org-2
Myndir frá:
betterparts.org, automobile.de,zercustoms.com.