Síðari hluta árs 1996 kynnti Volvo nýjan skutbíl, Volvo V70. Bíllinn var byggður á hinum vel heppnaða fyrirrennara, Volvo 850, sem hafði verið á markaði frá árinu 1993.
V70 hafði mýkri línur en 850 bíllinn en hélt samt í mörg af hinum sterku Volvo einkennum, þar á meðal hinn auðþekkta lóðrétta afturenda. Innréttingin breyttist að miklu leyti og fékk mýkri línur líkt og ytra útlit bílsins. Einnig voru gerðar nokkrar betrumbætur varðandi öryggi.
Mjög áhugaverð og vel heppnuð viðbót við V70 línuna var hinn fjórhjóladrifni V70XC bíll sem var kraftalegri, með meira plasti á stuðurum og brettum ásamt því að hærra var undir bílinn.
V70/V70XC voru framleiddir í þessari mynd til ársins 2000 þegar önnur kynslóð tók við.
- Framleiðsluár: 1996-2000.
- Framleiðslufjöldi: V70 319832 stk, og V70XC 53857 stk.
- Vélar: 2.0 lítra 5 cyl, 2.5 lítra 5 cyl og 2.5 lítra 5 cyl Túrbo bensínvélar 2.4 lítra 5 cyl Turbo disel
- Skiptingar: 4 þrepa sjálfskipting og 5 gíra beinskipting
Myndir frá:automobilesreview.com,car.mitula.us,autocognito.com, netcarshow.com,gomotors.net.