Volvo V90 station og S90 Sedan voru kynntir árið 1997 sem framhald af Volvo 960 station og 960 sedan útgáfunni. Í samanburði við 960 týpuna þá voru aðeins smá breytingar að finna, en það var í innréttingunni og litir ytra byrði. Planið virtist meira vera að koma nýju nafni á Volvo 960 fyrirrennarann heldur en að gera meiriháttar breytingar á bílnum sjálfum, en Volvo hafði áður byrjað með S40 og V40 seríurnar á árinum 1995. Volvo hætti framleiðslu á V90 og S90 árið 1998 og framleiddi aðeins 9067 V90 bíla en 26269 S90.
Tækniupplýsingar
Tegund: V90 / S90
Framleiðsluár: 1997 -1998 V90, S90
Framleiðslufjöldi: V90, 9067 stk. S90 26269 stk.
Body: 5-dyra station og 4 dyra sedan
Vélar: 6-cyl 2,5 og 2,9 lítra
Skiptingar: 5-gíra beinskiptur eða 4-þrepa sjálfskiptur
Stærð: 487 cm á lengd og hjólabil 277 cm