Volvo XC90 fór í framleiðslu 2002 –
Volvo XC90 var stærsta fréttaefni sem komið hafði frá Volvo þegar hann var afhjúpaður í Detriot Auto Show í byrjun árs 2002. Volvo XC90 er fyrsti bíllinn í flokki sportjeppa, SUV (Sport Utility Vehicle) frá Volvo.
Volvo XC90 er mesti fjölnota bíll sem Volvo hefur framleitt. Allt að 7 sæta útgáfu og öll sæti jafn örugg sama hvar setið er. Volvo XC90 er eins og fólkbifreið í akstri en hleðst eins og skutbíll með miklu rými og með mjög aðgengilegt skott með tvískiptum hlera. Minnir á dálítið á gamla Volvo P220 Amazon skutbílnum frá árinu1962.
Í lok árs 2004 voru kynntar nýjar vélafjölskyldur í XC90. Í fyrsta skipið í sögunni framleiddi Volvo V8 vél, 4,4L og skilar 315 hestöflum.
Það hefur verið sagt að Volvo XC90 sé tímalaus hönnun. Þegar þetta er skrifað (lok árs 2013) þá er bodýið alveg það sama og þegar bifreiðin fór í framleiðslu 2002. Einu stóru breytingar sem voru gerðar árið 2007 en þá voru gerðar breytingar á stuðara og ljósum, framan og aftan. Eftir það hafa smærri breytingar komið inn eins og nýtt og stærra merki á grillið. Volvo mun kynna alveg nýjan XC90 árið 2014
Tegund: XC90
Framleiðsluár: 2002 – >
Framleiðslu magn: Enn í framleiðslu
Body: 5 dyra jeppi
Vélar: 5 strokka DOHC 2.521 cc, 6 strokka 2.922 cc, V8 4.414 cc og 5 strokka DI forþjappa Diesel 2.401 cc
Skiptingar: 6 gíra beinskiptur, 5 – 6 þrepa sjálfskiptur
Bremsur: Vökvabremsur á öllum hjólum
Stærð: Yfir allt 480 cm, hjólabil 286 cm