Kæru félagar
Volvoklúbbur Íslands stendur fyrir viðburði þann 12. júlí næstkomandi, þar sem boðið verður upp á sumarrúnt til Hvolsvallar. Þar munum við hitta fyrir hjónin Þór og Helgu hjá Eldstó sem margir volvomenn kannast við. Ferðin er fyrst og fremst rúntur og samkoma á Hvolsvelli og tilvalið tækifæri til að hittast og spjalla við aðra félagsmenn og fá sér kaffi og með því. Þeir félagar sem eru á þessu svæði í sumarfríi eru endilega hvattir til að tengjast við hópinn á Selfossi eða mæta beint á Hvolsvöll. Þeir sem ætla sér að taka þátt mættu gjarnan senda okkur póst á postur@volvoklubbur.is eða kvitta við viðburðinn á Facebooksíðunni. Við fáum 25% afslátt af tertum á Eldstó. Eldstó er veitingahús, Listagallerí og gistihús. Nánari upplýsingar á www.eldsto.is
Dagskráin er eftir farandi:
- Kl. 12:00: Hittast við Stöðina við Vesturlandsveg.
- Kl. 12:20: Ekið af stað austur.
- Kl. 13:00: Stoppað á N1 plani á Selfossi og sameinast fólki að sunnan og þeim sem eru í sumarfrí og vilja vera með.
- Kl. 13:15: Ekið af stað frá Selfossi.
- Kl. 14:00: Komið á Hvolsvöll og leggjum bílunum á bílaplaninu við Eldstó. Fáum okkur kaffi og kökur á Eldstó.
- Stefnt að því að vera komin uppúr kl. 17:00 til Reykjavíkur aftur.