Volvoklúbburinn er 3 ára í dag

Það eru liðin 3 ár síðan stofnfundur Volvoklúbbs Íslands var haldinn, en það var 13. nóvember 2013. Það mættu 30-40 manns á þann góða viðburð og enn fleiri voru svo skráðir stofnmeðlimir. Meðlimir félagsins eru um 160 í ár og hefur farið fjölgandi á milli ára. Allskonar afslættir eru í boði fyrir félagsmenn, m.a. í Brimborg, hjá Orkunni og víðar. Við hvetjum félagsmenn til að nýta þessa afslætti og mæta á þá viðburði sem eru auglýstir. Stjórnin er að setja saman viðburði fyrir næsta ár sem verða svo sýnilegir hér á síðunni.

10711075_10152933951877323_6503960492043366647_n

Comments are closed.