Volvoklúbburinn orðinn 7 ára

Kæru félagar. Félagið okkar er nú orðið 7 ára, en Volvoklúbbur Íslands var formlega stofnaður þann 13. nóvember árið 2013 með fjölmennum stofnfundi. Við héldum síðast upp á 5 ára afmæli félagsins, en sökum stöðunnar í þjóðfélaginu þá verður ekki haldið upp á afmæli í ár með hittingi.

Við höfum haldið um 40-50 viðburði frá stofnun félagsins, og erum bjartsýnir á að við getum haldið okkar dagskrá á næsta ári, og með áramótaakstri nú í desember.

Við minnum á að framvegis verða greiðsluseðlar sendir út í lok árs, en ekki í byrjun árs. Skírteini verða því send út strax í janúar.

Við munum auglýsa vel viðburði næsta árs og áramótaaksturinn í desember.

Comments are closed.