XC60 frumsýndur í Reykjavík og á Akureyri um helgina

Brimborg frumsýnir nýjan Volvo XC60, í Reykjavík og á Akureyri í dag, laugardaginn 30. september og sunnudaginn 1. október frá 12:00 – 16:00 báða dagana.

Nýjungar í þægindum og öryggistækni
Nýr XC60 er einn öruggasti bíll sem framleiddur hefur verið og er auk þess ríkulega búinn nýrri tækni. Stýrisaðstoð hefur verið bætt við City Safety-öryggiskerfið. Nýtt öryggiskerfi notar stýrisaðstoðina til að koma í veg fyrir árekstur við bíla sem koma úr gagnstæðri átt auk þess sem blindsvæðisskynjarinn notar nú stýrisaðstoðina til að draga úr hættu á árekstrum þegar skipt er um akrein.

Pilot Assist-kerfið, háþróað hálfsjálfvirkt aðstoðarkerfi fyrir ökumanninn, sem tekur við stjórn stýris, inngjafar og hemla á vel merktum vegum á allt að 130 km/klst., er í boði sem aukabúnaður í nýjum XC60.

Afköst
Nýr Volvo XC60 er fáanlegur með verðlaunuðu T8-tengiltvinnvélinni sem skilar 407 hestöflum og nær hundraðinu á aðeins 5,3 sekúndum.
Afköst nýs XC60 felast hins vegar ekki bara í því sem er undir vélarhlífinni. Nýtt fjögurra svæða CleanZone hita- og loftstýringarkerfi síar burt skaðlega mengunarvalda og agnir úr lofti sem er dælt inn í farþegarýmið til að tryggja loftgæði.
Útlit Sensus, upplýsinga- og afþreyingarkerfis Volvo Cars og tengdrar þjónustu, og forritsins Volvo On Call hefur verið uppfært til að tryggja aukið notagildi. Eins og í bílum 90-línunnar er tenging við snjallsíma í gegnum CarPlay og Android Auto einnig í boði.

Sterkbyggð útgeislun
Volvo XC60 er ekki jeppi sem er hugsaður til þess að gnæfa yfir öðrum, heldur er hann fyrst og fremst hugsaður fyrir akstur. Ytra byrðið ber með sér kraftmikla útgeislun með látlausum, tímalausum gæðum. Innanrýmið er haganlega hannað, klætt fallegum efnum og búið nýjustu tækni – í fullkomnum samhljómi. XC60 býður upp á hina einu sönnu skandinavísku upplifun.

Comments are closed.